Harmleikur í Heiðmörkinni

Þetta er mjörg alvarlegt mál og ég er sammála mörgu sem skrifað er hér en þegar fjölmiðlar fara offari og vísa til allra þessara stelpna sem hrotta þá staldra ég við. Ég staldra líka við þegar talað er um að það eigi að meðhöndla þessar stúlkur sem glæpamenn það sem eftir er. Það er vís leið til að gera þær að glæpamönnum.
Mér dettur ekki í hug að allar þessar stelpur hafi verið sammála þessu ofbeldi í hjarta sínu. Ég held að þarna hafi múgæsing átt sér stað og flestar þær sem beittu ofbeldið eða voru viðstaddar ættu líka að fá áfallahjálp.
Það hlýtur að hafa verið hræðileg reynsla fyrir margar. Svo eru þær sem voru aðalgerendunnir. Hvað var í gangi? Voru þær á eiturlyfjum? Spurningarnar sem við eigum að spyrja eru; Hvað veldur því að ungar stúlkur beita þvílíku ofbeldi? Hvað er í gangi í þjóðfélaginu og hvernig er hægt að breyta hugarfari ungs fólks? Ég trúi ekki á að setja öryggisverði og lögreglu til að passa uppá að ekkert slæmt gerist. Það þarf að sinna forvörnum og skoða hvað er að móta ungdóminn. Það eru margar hliðar á þessu máli. Við megum ekki dæma heilan hóp eftir nokkrum ofbeldisseggjum. Ég hef mjög mikla samúð með þoladanum og hennar fjölskyldu en líka með fjölskyldum gerendanna og stelpnanna sem voru viðriðnar þetta ofbeldi. Dæmum ekki svo við verðum ekki dæmd. Ég hljóma þá bara eins og páfinn.
mbl.is Hafa játað að hafa haft sig mest í frammi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mikið er ég sammála þér. Fólk er að missa sig hér í múgæsingi og hrópar að þær eigi skilið sömu meðferð og þær beittu sjálfar. Þetta er svo sorglegt mál. Svo mörg fórnarlömb.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 1.5.2009 kl. 11:44

2 identicon

Ég þekki hluta þessara stelpna og ég mundi segja að þær séu áhrifagjarnar, ein eða tvær leiðtogar og hinar bara svo óheppnar að lenda í slæmum félagsskap, þær eru ekki slæmar manneskjur. Enginn sem bloggar hérna veit allar hliðar málsins, aðeins eina en ég er ekki að segja að það réttlæti gjörðir þeirra sem voru á allan hátt rangar.

Lára (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband