Heilög Jóhanna, þinn tími er núna.

Ég er svo ánægð með að Jóhanna er orðin forsætisráðherra. Og ég er jafnvel enn ánægðari yfir því að hún er lesbísk.
Ekki það að mér finnist persónulega það ekki skipta einu einasta máli en ég hef grun um að út á við skapi það þessari nýju stjórn enn meira traust. Nú líta þjóðir heims á okkur sem fordómalausa og framsækna félagshyggju þjóð, þar sem forsætisráðherrann er samkynhneigð kona. Þar sem hún var ekki kosin þá er tekið mark á skoðanakönnunum sem sýna að hún nýtur stuðnings 75% þjóðarinnar. Áfram Jóhanna, þinn tími er kominn.
Ég vona svo að Steingrímur J. standi við allt sem hann hefur sagt og það verði hætt við hvalveiðar (allavega setja inn einhverjar takmarkanir) og svo vil ég að hann sjái til þess að garðyrkjumenn fæai ódýrt rafmagn en sé ekki að borga það fullu verði þegar Álverin fá það næstum gefins. Mér finnst þetta í raun lýsa fráfarandi ríkisstjórn að segja að þetta sé það sem garðyrkjumenn verði að borga til uppbyggingar vegna kreppunnar. Og svo skógarbændur. Að allir verði að fórna sér fyrir þjóððina. En Álverin þurfa ekkert að gera eða hvað? Var ætluninn að allar undirstöðu atvinnugreinararnar ættu að taka á sig kreppuna og svo sjúklingar og gamalmenni eða eitthvað slíkt. Allavega átti ekkert að hrófla við kóngunum. Steingrímur leiðréttu þetta sem fyrst.
Ég vona að fólk sé að átta sig á því að landbúnaður , garðyrkja, fiskveiðar, ferðamálaþjónusta og annað það sem gerir okkur að sjálfbærri þjóð eru raunveruleg verðmæti...
Ég þakka þeim sem mótmæltu á Austurvelli þegar ég komst ekki. Það virtist þurfa læti og hávaða til að stjórnvöld áttuðu sig. Ég er ekki ánægð með að lögreglan fari á félagsmiðstöðvar og tali um mótmælendur sem einhvern skríl.
Lögreglan hagaði sér skrílslega á stundum en var stundum fín. þannig var það líka með mótmælendur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband