Borga eða ekki að borga...það er spurningin.

Ég verð að skrifa aðeins um þessi mál. Mér finnst auðvitað ekki rétt að við séum að borga fyrir afglöp sem fáeinir eða allnokkrir fjárglæframenn hafa framið. Og ég myndi líka hætta að borga ef ég héldi að það yrði þannig. Mér finnst hins vegar að það sé skylda okkar að halda þjóðfélaginu á floti meðan þetta gengur yfir. Ég er ekki með himinhá lán en hefur tekist að semja um bankalánið og annað lán sem ég tók í erlendri mynt. Ég hélt að allir gætu það...er það ekki raunin? Eða er fólk að æpa yfir höfuðstólnum sem hefur hækkað um helming. Ég trúi því og treysti að ástandið batni og ég ætla ekki að hætta að borga. Ef ég gerði það væri ég að leggja ennþá meiri byrðar á þá sem borga sínar skuldir og á þjóðfélagið í heild. Ég geri mér grein fyrir að margir eru verr settir og ég og ég skil þeirra sjónarmið afskaplega vel... Ef krónan hefur ekkert styrkst eftir 1-2 ár og meiningin er að ég borgi þetta klúður þá hætti ég að borga. Þangað til geri ég mitt besta...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband