Heiðmerkurárásin

Þetta er hræðilegt mál og snertir fleiri en flestir hugsa útí. Ungar stúlkur taka fyrir eina og berja hana í klessu. hvað er í gangi? Hversvegna gerist slíkt? Maður spyr sig aftr og aftur. En þegar fyrirsagnir eins og Heiðmerkurhrottarnir og slíkt kemur í blöðin staldra ég við. Ég er viss um að þetta eru ekki allt slæmar stúlkur. Ég er viss um að þær hafi ekki allar verið samþykkar þessu ofbeldi...Þarna er einhver múgæsing sem fer af stað....Eitthvað sem gerist allt of oft. Ég hef samúð með gerendunum og þeirra fjölskyldum líka því sennilega hafa sumir foreldrarnir ekki haft hugmynd um að dóttir þeirra væri í vondum félagsskap eins og sagt er. Sumir hafa kannski vitað af einhverjum erfiðleikum en aldrei haldið að dóttir þeirra myndi gera slíkt. Munum að það eru margar hliðar á öllum málum og dæmum ekki svo við verðum ekki dæmd...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband