27.2.2009 | 20:12
Dónalegir fjölmiðlamenn
Ég verð alltaf dáldið pirruð þegar talað er við Jóhönnu Sigurðar í sjónvarpinu en mér finnst spyrlarnir vera mjög oft yfirmáta harðir og dónalegir þegar hún á í hlut. Það er eins og vinsældir hennar fari í taugarnar á fréttamönnum og síðan hún tók vð hafa fréttamenn og kastljósmenn reynt að rægja hana og draga einhvern skít upp til að sverta hana en ekkert hefur dugað til. Samkvæmt skoðanakönnunum eru vinsældir hennar ennþá mjög miklar og fylgi samfylkingarinnar eykst. Reyndar eru kastljós spyrlarnir oft mjög leiðinlegir og dónalegir en það var ekki tilfellið þegar rætt var við Davíð fyrrverandi seðlabankastjóra. Sigmar var reyndar mjög góður og ákveðin án þess að vera dónalegur þó Davíð héldi því fram. Venjulega fara samt viðtöl við fólk í brennidepli ekki þannig fram. Oftast grípa spyrlarnir ítrekað fram í og reyna að æsa viðmælendur upp með öllum ráðum en Davíð fékk að tala óáreyttur langa stund og réttlæta sig og útskýra málin og ljúga auðvitað eins sannfærandi og hann gerir alltaf. Mér fannst hann fá einhverja sérmeðferð og það fór í taugarnar á mér. Mér þætti fróðlegt að mæla þann tíma sem hann fékk að tala í samanburði við ýmsa aðra sem hafa komið í kastljósið. Og ég vildi líka spila nokkur viðtöl við Jóhönnu þar sem fréttamenn reyna allt hvað þeir geta að æsa hana, rengja hana og tala jafnvel niður til hennar við hliðina á viðtölum við Geir Haarde til dæmis...
Væri örugglega vert rannsóknarverkefni fyrir jafnréttisnefndir eða samfélagsfræðinga. Það er skrítið en mér finnst það alveg augljóst að Jóhanna ögrar fréttamönnum á einhvern hátt, einkanlega körlum. Kannski er það vegna þess að hún er mjög kvenleg og næstum viðkvæmnisleg á köflum en hefur svo samt bein í nefinu..það er allavega eitthvað.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.