6.2.2009 | 15:17
Hvað skal skrifa?
Æi ég er oft að hugsa hvað maður gerir við svona blogg og er að feta mig áfram í þessum geira. Núna hef ég tekið þá ákvörðun að skifa bara það sem mér dettur í hug. Ekkert að hugsa um að það sé einhver sem ætlar eða kemur til með að lesa þetta. Það er nefnilega algjörlega aðskilið hjá mér. Þegar ég skrifa um skoðanir mínar á pólitík set ég mig í ákveðnar stellingar og vanda mig að setja hlutina vel fram etc. Ef ég er bara að skrifa mér til skemmtunar og til að fá smá útrás fyrir hugann þá skrifa ég í flæði og þá er ekkert vit í því stundum:-) fyrir aðra meina ég.
Nú var ég tildæmis að hugsa um að skrifa bók sem heitir ,,Reiði" Ég er alltaf að fá hugmyndir af bókum og svo geri ég ekkert. Byrja hérna í tölvunni. Ég á svona 10 byrjanir á sögum eða leikritum sem eru enn í tölvunni og stundum eru brot einnig í dagbókunum mínum. Stundum dreymir mig um tíma til að halda áfram með þessar sögur en svo þegar tíminn kemur er ég búin að fá aðra hugmynd.
Já þessi bók reiði fjallar um reiðina. Um konu sem hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi eða orðið fyrir áreitni sem barn og unglingur og hvernig reiðin býr í henni þó allt virðist slétt og fellt á yfirborðinu. Svo gerist eitthvað sem eins og vekur hana af dvala og reiðin gýs upp með heljarafli og enginn sem hefur gert eitthvað á hlut hennar er óhultur.
Þetta verður metsölubók og vekur mikla athygli:-) Nú er ég semsagt komin dáldið framúr mér og þannig er það svo oft með mig.
Ég hef hugsað um þetta í einhvern tíma en það var bókin ,,Konur" sem fékk mig til að hugsa um þetta á ný. Stundum les ég nefnilega bækur sem eru þannig skrifaðar að ég finn að ég gæti þetta líka. Ekki það að gæti aldrei skrifað svona fína bók í fyrstu atrennu en stíllinn er ekkert of flókinn. Mér finnst hann flottur og sagan rennur áfram.
Ég þarf hins vegar að gefa mér tíma og ég þarf að temja mér þolinmæði og þrautsegju sem er ekki það sem ég hef mikið af þessa dagana.
En hver veit.
Nú var ég tildæmis að hugsa um að skrifa bók sem heitir ,,Reiði" Ég er alltaf að fá hugmyndir af bókum og svo geri ég ekkert. Byrja hérna í tölvunni. Ég á svona 10 byrjanir á sögum eða leikritum sem eru enn í tölvunni og stundum eru brot einnig í dagbókunum mínum. Stundum dreymir mig um tíma til að halda áfram með þessar sögur en svo þegar tíminn kemur er ég búin að fá aðra hugmynd.
Já þessi bók reiði fjallar um reiðina. Um konu sem hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi eða orðið fyrir áreitni sem barn og unglingur og hvernig reiðin býr í henni þó allt virðist slétt og fellt á yfirborðinu. Svo gerist eitthvað sem eins og vekur hana af dvala og reiðin gýs upp með heljarafli og enginn sem hefur gert eitthvað á hlut hennar er óhultur.
Þetta verður metsölubók og vekur mikla athygli:-) Nú er ég semsagt komin dáldið framúr mér og þannig er það svo oft með mig.
Ég hef hugsað um þetta í einhvern tíma en það var bókin ,,Konur" sem fékk mig til að hugsa um þetta á ný. Stundum les ég nefnilega bækur sem eru þannig skrifaðar að ég finn að ég gæti þetta líka. Ekki það að gæti aldrei skrifað svona fína bók í fyrstu atrennu en stíllinn er ekkert of flókinn. Mér finnst hann flottur og sagan rennur áfram.
Ég þarf hins vegar að gefa mér tíma og ég þarf að temja mér þolinmæði og þrautsegju sem er ekki það sem ég hef mikið af þessa dagana.
En hver veit.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.