27.11.2018 | 22:22
Orð í svefnrofanum
Ég ætla að fara að blogga og setja link á facebook þegar mér finnst það nógu merkilegt sem ég skrifa.
Það hafa oft komið til mín setningar og orð um það leyti sem ég vakna eða rétt á eftir. Ég man þetta stundum bara í smá tíma ef ég skrifa það ekki niður eins og gerist með draumana. Þeir eru allt í einu gleymdir þó þeir hafi verið mjög eftirminnilegir og ég alveg viss um að ég muni þá alla tíð.
Í morgun kom setninginn.
Það er alveg sama hvað öðrum finnst um þig, þú ert alltaf nógu góð.
Þessa setningu man ég því ég rifjaði hana upp strax og ég fann að þetta er svo mikill sannleikur.
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt 28.11.2018 kl. 11:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.