15.1.2012 | 19:18
Ljós heimsins
Fór á leikritið Heimsljós í þjóðleikhúsinu í gær. Það var flott sýning þó mér fyndist endirinn dáldið langdreginn. Sýningin skyldi mikið eftir sig og nú ætla ég að lesa þessar bækur hans Laxness en ég hef ekki gert það..eða bara brot af ,,Ljós heimsins" á unglingsárum. En þær hugsanir sem ég sit uppi með eru um það hvenær menn verða eða heilagir... Hvort það að vera góður við þá sem eiga bágt og taka aldrei afstöðu til neins sé í raun hlutleysi þess sem ekki dæmir. Hvort það sé sprottið af kjarkleysi eða af kjarki að þora að dæma engan og ekkert en vera bara hluti af lífinu og umbera allt sem það gefur og tekur. Ólafur fann svo til með þeim sem eiga bágt og mátti ekkert aumt sjá en var þessvegna svo ,,meðvirkur" að hann lét alla ,,snúa sér" eins og hann segir í leikritinu en hann segir líka ef fólk vill snúa manni afhverju ekki að gefa þeim þá ánægju að láta snúa sér. Ég nota orðið meðvirkni því maður getur aldrei þóknast öllum og gert öllum til hæfis...Hann var í rauninni vingull á þessa heims mælikvarða en kannski ekki á annars heims?..Er maður sem finnur svona til með öllum og vill engum illt í raun í helgur maður eins og Jesús og er þessvegna krossfestur af heimnum? Þetta eru spurningar sem ég er að velta fyrir mér þó mín skoðun sé kannski sú að hann hjálpi fáum þegar hann getur ekki staðið með sjálfum sér....Og getur heldur ekki staðið með neinum því þá er hann á móti öðrum... En ég ætla að lesa bækurnar til að mynda mér frekari skoðun á þessu.. Kannski er Ólafur helgur maður og konurnar vísa honum veginn?...Enda heita ein Vegmey og hin býr á Veghúsum..
Það verður gaman að lesa bækurnar..þegar ég finn tíma.
Það verður gaman að lesa bækurnar..þegar ég finn tíma.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.