Hvað skiptir máli?

Ég er núna aðallega að skrifa til að skrifa en ég hef ekki farið inná bloggið lengi. Þetta ár 2011 er að enda og ég ætla að hafa það eitt af mínum nýársheitum að skrifa meira hérna. Ásamt því að breyta mataræðinu og grennast eins og alltaf;-) Svo var ég að ákveða að gefa út 2 bækur..Eina barnabók og eina ljóðabók. Svona fyrir utan allt annað sem ég ætla að gera. Þetta ár er líka mikilvægt þegar kemur að andlegum upplifunum og þroska og þessvegna ætla ég líka að uppljómast á árinu. Þetta segi ég bæði í gríni og alvöru.
Það borgar sig ekki að tala mikið um trú og svoleiðis í svona bloggi..Fólk blandar alltaf saman trú og trúarbrögðum. Svo þegar Kirkjan eða Krossinn eða Vottarnir hafa skandalíserað þá er Guð vondur. Allt var þetta Guði að kenna eða því að fólkið var trúað. Bull og vitleysa auðvitað en þannig fer það í landann.
Guð eða Æðri máttur eða hvað þú kýst að kalla það (ég myndi kalla það alheimsorkuna sem býr í mér og þér og öllu sem er) er ekki í tísku núna.
Ég veit samt að þessi orka verður sérlega sterk þetta árið og þess vegna er lag að nýta þá orku.
En svo ég komi mér nú að efninu sem er spurningin; Hvað skiptir máli? Það sem mér finnst skipta öllu er kærleikurinn.
Og mikið vildi ég að hann sæti alltaf í fyrirrúmi hjá mér, en svo er ekki því miður. En það er samt takmarkið hjá mér að ná því.. Hjög háleitt takmark og kannski næ ég því ekki í þessu lífi en þangað stefni ég. Því það er alveg rétt sem Jesús segir í Fjallræðunni, það skiptir ekki máli hvort þú sért fræður og ríkur...vegni vel að öllu leyti ef enginn er kærleikurinn er það allt hjóm..eða eftirsókn eftir vindi eins og Laxnes myndi orða það. Þeir sem hugsa um þessi mál vita þetta..
Það er kærleikurinn sem skiptir mál. Það er okkar niðurstaða. Mín, Laxness og Jesú..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband