Færsluflokkur: Bílar og akstur
27.11.2018 | 22:22
Orð í svefnrofanum
Ég ætla að fara að blogga og setja link á facebook þegar mér finnst það nógu merkilegt sem ég skrifa.
Það hafa oft komið til mín setningar og orð um það leyti sem ég vakna eða rétt á eftir. Ég man þetta stundum bara í smá tíma ef ég skrifa það ekki niður eins og gerist með draumana. Þeir eru allt í einu gleymdir þó þeir hafi verið mjög eftirminnilegir og ég alveg viss um að ég muni þá alla tíð.
Í morgun kom setninginn.
Það er alveg sama hvað öðrum finnst um þig, þú ert alltaf nógu góð.
Þessa setningu man ég því ég rifjaði hana upp strax og ég fann að þetta er svo mikill sannleikur.
Bílar og akstur | Breytt 28.11.2018 kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2012 | 19:18
Ljós heimsins
Það verður gaman að lesa bækurnar..þegar ég finn tíma.
27.12.2011 | 01:20
Hvað skiptir máli?
Það borgar sig ekki að tala mikið um trú og svoleiðis í svona bloggi..Fólk blandar alltaf saman trú og trúarbrögðum. Svo þegar Kirkjan eða Krossinn eða Vottarnir hafa skandalíserað þá er Guð vondur. Allt var þetta Guði að kenna eða því að fólkið var trúað. Bull og vitleysa auðvitað en þannig fer það í landann.
Guð eða Æðri máttur eða hvað þú kýst að kalla það (ég myndi kalla það alheimsorkuna sem býr í mér og þér og öllu sem er) er ekki í tísku núna.
Ég veit samt að þessi orka verður sérlega sterk þetta árið og þess vegna er lag að nýta þá orku.
En svo ég komi mér nú að efninu sem er spurningin; Hvað skiptir máli? Það sem mér finnst skipta öllu er kærleikurinn.
Og mikið vildi ég að hann sæti alltaf í fyrirrúmi hjá mér, en svo er ekki því miður. En það er samt takmarkið hjá mér að ná því.. Hjög háleitt takmark og kannski næ ég því ekki í þessu lífi en þangað stefni ég. Því það er alveg rétt sem Jesús segir í Fjallræðunni, það skiptir ekki máli hvort þú sért fræður og ríkur...vegni vel að öllu leyti ef enginn er kærleikurinn er það allt hjóm..eða eftirsókn eftir vindi eins og Laxnes myndi orða það. Þeir sem hugsa um þessi mál vita þetta..
Það er kærleikurinn sem skiptir mál. Það er okkar niðurstaða. Mín, Laxness og Jesú..
7.7.2010 | 23:32
Guð í alheimsgeimi
Margir fara í vörn ef talað er um Guð. Orðið Guð hefur litast af allskonar óhróðri sem er verk þeirra sem vilja nota nafn Guðs sér til framdráttar og fara í stríð í Guðs nafni etc..
Já en þetta er bara ruglið í okkur mönnunum en við erum auðvitað full af okkar egói og erum þar að auki mannleg :-)
Nog með það í dag. Held áfram með þetta seinna því þessi umræða er mér hjártans mál.
16.6.2010 | 13:43
Stefna Besta flokksins í allskonar
Mér finnst þetta skref hjá nýrri Borgarstjórn að meta það fólk sem vill starfa að góðum hlutum hjá borginni og hafa það með en ekki á móti mjög virðingavert. Þetta viðhorf þarf í ríkisstjórnina en þar er stjórnarandstæðan ekkert að hjálpa stjórninni við að leysa vanda þjóðarinnar heldur fyrst og fremst að hugsa um eigin rass og flokksins síns...
Leið á þessu...Leið á leiðinlegum fréttamönnum sem spyrja sömu leiðinlegu spurninganna eftir sömu formúlunni sem hinn harði töffara fréttamaðurinn. Má fjölmiðlapólitíinn ekki líka breyta um stíl?..Það vantar nýja hugsun í fjölmiðlapólitíkinna. Það vantar stefnu bestaflokksins í allskonar...
12.2.2010 | 09:33
Bjarni hissa!!!
Makalaust innlegg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2009 | 23:13
Að eignast íbúð.
Ég hef borgað háa leigu. Hærri en ég hef ráð á og skuldirnar vaxa þar að leiðandi stöðugt. Fyrst var ég með sérstakar húsaleigubætur sem minnkuðu all svakalega eftir að ég hafði fastar tekjur hjá borginni en þar er miðað við að tekjurnar megi ekki fara yfir 2 milljónir í árstekjur. Og það eru brúttótekjur. Svo manneskja sem fær 180.000 kr á mánuði í brúttótekjur (fær þá væntanlega um 150.000 kr útborgað) Hún er komin yfir fátækramörkin og við það minnka sérstöku húsaleigubæturnar niður í ca 25.000 kr á mánuði. Ég borgaði 115.000 kr á mánuði í leigu - 25.000 kr=90.000
Svo dæmið lítur svona út. 150.000-90.000 kr eru 60.000- símreikningur ca 18.000 (oft meira) með nettengingu og öllu = 42.000 Bensín ca 25.000 á mánuði. Þá eru 17.000 kr eftir. Þá þarf ég að borga 17.000 kr í bílalán = 0 kr
35.000 í annað lán og ef námsláninu er dreift á alla mánuðina eru það ca 8000 kr á mánuði + bifreiðagjöld, afnotagjöld, tannlæknir, píanótímar fyrir stelpuna 8000 kr
Sem betur fer hef ég haft smá aukatekjur en skuldirnar hrannast auðvitað upp því þær eru ekki stöðugar og svo eru önnur útgjöld eins og hjartamyndartaka, gleraugu, linsur smurning fyrir bílinn og skoðun og margt fleira.
Það skal tekið fram að ég hvorki reyki né drekk en leyfi mér að fara á kaffihús af og til.
Ég rakst á það á netinu að í Árborg væri viðmiðið 3 milljónir í árstekjur þegar sérstakar húsaleigubætur væru annars vegar, sem væri nær. Veit ekki afhverju fólk á að geta lifað af minni tekjum í Reykjavík. Þætti fróðlegt að vita það.
En hvenær ætti ég að geta safnað fyrir íbúð eða uppí hana...Ætli ég verði að flytja einu sinni á ári til dauðadags??????
Ég er orðin voða þreytt á því að geta ekki lifað mannsæmandi lífi án þess að vinna myrkrana á milli eða bæta á mig skuldum endalaust..Mér finnst líka að það eigi að vera möguleiki fyrir manneskju sem er að borga ca 100.000 á mánuði í leigu að eignast íbúð.
Bílar og akstur | Breytt 21.6.2009 kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2009 | 13:42
Borga eða ekki að borga...það er spurningin.
1.5.2009 | 11:04
Harmleikur í Heiðmörkinni
Mér dettur ekki í hug að allar þessar stelpur hafi verið sammála þessu ofbeldi í hjarta sínu. Ég held að þarna hafi múgæsing átt sér stað og flestar þær sem beittu ofbeldið eða voru viðstaddar ættu líka að fá áfallahjálp.
Það hlýtur að hafa verið hræðileg reynsla fyrir margar. Svo eru þær sem voru aðalgerendunnir. Hvað var í gangi? Voru þær á eiturlyfjum? Spurningarnar sem við eigum að spyrja eru; Hvað veldur því að ungar stúlkur beita þvílíku ofbeldi? Hvað er í gangi í þjóðfélaginu og hvernig er hægt að breyta hugarfari ungs fólks? Ég trúi ekki á að setja öryggisverði og lögreglu til að passa uppá að ekkert slæmt gerist. Það þarf að sinna forvörnum og skoða hvað er að móta ungdóminn. Það eru margar hliðar á þessu máli. Við megum ekki dæma heilan hóp eftir nokkrum ofbeldisseggjum. Ég hef mjög mikla samúð með þoladanum og hennar fjölskyldu en líka með fjölskyldum gerendanna og stelpnanna sem voru viðriðnar þetta ofbeldi. Dæmum ekki svo við verðum ekki dæmd. Ég hljóma þá bara eins og páfinn.
Hafa játað að hafa haft sig mest í frammi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2009 | 10:36