Andleg upplifun og bölsýnisspá

Jæja ekki er ég búin að standa við það að skrifa eitthvað gáfulegt hér en betra er seint en aldrei.
Í dag varð ég fyrir andlegri upplifun þegar ég las bók sem ég keypti mér um jólin. Bókin heitir ,,Mín hjartans þrá og byggir á sömum lögmálum og "The secret" eða bara aðlöðunarlögmálinu. Þarna stendur svosem ekkert nýtt en samt er þessi bók mjög praktísk og góð fyrir mann til að átta sig á hvað það er sem maður vill. hvað það er sem maður virkilega þráir.
Ég hef verið að átta mig á þessu smám saman á nýja árinu en á sama tíma verið frekar viðkvæm og brothætt. veit ekkert af hverju en það var örugglega nauðsynlegt. Eins og allt sem gerist. Ég sat svo og las þessa bók og fékk gæsahúð og táraðist til skiptist en svo kom málsgreinin sem varð til þess að alda gleði og von steyptist yfir mig.
Setningarnar voru einfaldar og ég hef heyrt þetta allt fyrr.
Höfundur hafði lengi þráð að gera eitthvað og meistari hennar segir henni að hún geti alveg framkvæmt það.
Hún hikar og hann segir ,,Eftir hverju ertu að bíða? Hún hugsar sig um og segir ,,Eftir leyfi" og hann spyr leyfi frá hverjum. ,,Frá þér? segir hún í spurn. Hann gerir henni ljóst að hún verði sjálf að gefa sér leyfið og hún framkvæmir það sem hún þráði að gera.
Einhverra hluta vegna hafði þetta svo mikil áhrif á mig að það var eins og stórum stein væri lyft af brjóstinu á mér og þessi yndislega tilfinning hvolfdist yfir mig. Já og nú hef ég gefið mér leyfi til að vera ég sjálf.
Ætla að minna mig á það á hverjum degi.

Já og svo kom ég heim og vissi ekkert hvað ég átti að gera við þessa dásamlegu orku og fór svo að horfa á bölsýnisfréttir í sjónvarpinu. Samt er ég svo sammála Róbert Wade að seðlabankastjóri og forsætisráðherra eigi að segja af sé og biðja þjóðina afsökunar...Mér þætti það ekki mikill karakter sem vegna sofendaháttar hefði haft milljón af mömmu minni. Hvað þá þegar maður hefur logið og sofið á verðinum og haft milljarða af íslensku þjóðinni.
Þannig er það nú. Og eitthvað verður að gera því annars springur einhver er ég hrædd um. Ungt fólk hefur sterka réttlætiskennd. Þjóðin verður ekki svæfð og Ingibjörg Sólrún fólkið sem mótmælir er þverskurður þjóðarinnar,
Taktu hendurnar frá augunum og eyrunum og settu þær fyrir munninn. Nema þú ætlir að segja. ,, Ég get ekki starfað með þessum sjálfstæðismönnum lengur".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband