Að eignast íbúð.

Á síðustu 6 árum hef ég flutt 6 sinnum. Í 4 skipti hefur það verið vegna þess að eigundum dettur eitthvað sniðugt í hug eins og að skilja, selja íbúðina, leigja túristum o.s.frv Og í öll þau skipti átti ég að fá íbúðina í allavega 3 ár...
Ég hef borgað háa leigu. Hærri en ég hef ráð á og skuldirnar vaxa þar að leiðandi stöðugt. Fyrst var ég með sérstakar húsaleigubætur sem minnkuðu all svakalega eftir að ég hafði fastar tekjur hjá borginni en þar er miðað við að tekjurnar megi ekki fara yfir 2 milljónir í árstekjur. Og það eru brúttótekjur. Svo manneskja sem fær 180.000 kr á mánuði í brúttótekjur (fær þá væntanlega um 150.000 kr útborgað) Hún er komin yfir fátækramörkin og við það minnka sérstöku húsaleigubæturnar niður í ca 25.000 kr á mánuði. Ég borgaði 115.000 kr á mánuði í leigu - 25.000 kr=90.000
Svo dæmið lítur svona út. 150.000-90.000 kr eru 60.000- símreikningur ca 18.000 (oft meira) með nettengingu og öllu = 42.000 Bensín ca 25.000 á mánuði. Þá eru 17.000 kr eftir. Þá þarf ég að borga 17.000 kr í bílalán = 0 kr
35.000 í annað lán og ef námsláninu er dreift á alla mánuðina eru það ca 8000 kr á mánuði + bifreiðagjöld, afnotagjöld, tannlæknir, píanótímar fyrir stelpuna 8000 kr
Sem betur fer hef ég haft smá aukatekjur en skuldirnar hrannast auðvitað upp því þær eru ekki stöðugar og svo eru önnur útgjöld eins og hjartamyndartaka, gleraugu, linsur smurning fyrir bílinn og skoðun og margt fleira.
Það skal tekið fram að ég hvorki reyki né drekk en leyfi mér að fara á kaffihús af og til.
Ég rakst á það á netinu að í Árborg væri viðmiðið 3 milljónir í árstekjur þegar sérstakar húsaleigubætur væru annars vegar, sem væri nær. Veit ekki afhverju fólk á að geta lifað af minni tekjum í Reykjavík. Þætti fróðlegt að vita það.
En hvenær ætti ég að geta safnað fyrir íbúð eða uppí hana...Ætli ég verði að flytja einu sinni á ári til dauðadags??????
Ég er orðin voða þreytt á því að geta ekki lifað mannsæmandi lífi án þess að vinna myrkrana á milli eða bæta á mig skuldum endalaust..Mér finnst líka að það eigi að vera möguleiki fyrir manneskju sem er að borga ca 100.000 á mánuði í leigu að eignast íbúð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband