Dónalegir fjölmiđlamenn

Ég verđ alltaf dáldiđ pirruđ ţegar talađ er viđ Jóhönnu Sigurđar í sjónvarpinu en mér finnst spyrlarnir vera mjög oft yfirmáta harđir og dónalegir ţegar hún á í hlut. Ţađ er eins og vinsćldir hennar fari í taugarnar á fréttamönnum og síđan hún tók vđ hafa fréttamenn og kastljósmenn reynt ađ rćgja hana og draga einhvern skít upp til ađ sverta hana en ekkert hefur dugađ til. Samkvćmt skođanakönnunum eru vinsćldir hennar ennţá mjög miklar og fylgi samfylkingarinnar eykst. Reyndar eru kastljós spyrlarnir oft mjög leiđinlegir og dónalegir en ţađ var ekki tilfelliđ ţegar rćtt var viđ Davíđ fyrrverandi seđlabankastjóra. Sigmar var reyndar mjög góđur og ákveđin án ţess ađ vera dónalegur ţó Davíđ héldi ţví fram. Venjulega fara samt viđtöl viđ fólk í brennidepli ekki ţannig fram. Oftast grípa spyrlarnir ítrekađ fram í og reyna ađ ćsa viđmćlendur upp međ öllum ráđum en Davíđ fékk ađ tala óáreyttur langa stund og réttlćta sig og útskýra málin og ljúga auđvitađ eins sannfćrandi og hann gerir alltaf. Mér fannst hann fá einhverja sérmeđferđ og ţađ fór í taugarnar á mér. Mér ţćtti fróđlegt ađ mćla ţann tíma sem hann fékk ađ tala í samanburđi viđ ýmsa ađra sem hafa komiđ í kastljósiđ. Og ég vildi líka spila nokkur viđtöl viđ Jóhönnu ţar sem fréttamenn reyna allt hvađ ţeir geta ađ ćsa hana, rengja hana og tala jafnvel niđur til hennar viđ hliđina á viđtölum viđ Geir Haarde til dćmis...
Vćri örugglega vert rannsóknarverkefni fyrir jafnréttisnefndir eđa samfélagsfrćđinga. Ţađ er skrítiđ en mér finnst ţađ alveg augljóst ađ Jóhanna ögrar fréttamönnum á einhvern hátt, einkanlega körlum. Kannski er ţađ vegna ţess ađ hún er mjög kvenleg og nćstum viđkvćmnisleg á köflum en hefur svo samt bein í nefinu..ţađ er allavega eitthvađ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband